Stirna veitir hugbúnaðarráðgjöf til fyrirtækja í viðskiptatengslum (CRM) og sjálfvirknivæðingu markaðs- og söluferla. Við aðstoðum þitt fyrirtæki að ná lengra í stafrænni þróun með beitingu nýjustu tækni frá Microsoft á sviði viðskiptahugbúnaðar. Við sérhæfum okkur í Dynamics 365 CRM kerfi frá Microsoft og Power Platform, auk samþættingar kerfisins við Office 365 og helstu vefumsjónarkerfa.
Fáðu heildaryfirsýn yfir viðskiptatengsl þín frá því að tilvonandi viðskiptavinur sýnir vörunni eða þjónustunni þinni áhuga þar til hann verður greiðandi kúnni. Sjáðu til þess að samskiptasagan sé á miðlægum stað svo mikilvægir snertipunktar glatist ekki þó að mannabreytingar verði innan fyrirtækisins.
Hafðu samband við okkur og við getum rætt um möguleikana sem standa til boða og metið tækifæri sem felast í upptöku Dynamics 365 eða Power Platform fyrir þitt fyrirtæki.