Yfirlit yfir okkar þjónustu

Ráðgjöf og þjónusta

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf varðandi bestun viðskipta- og þjónustuferla og hvar aukin sjálfvirkni á rétt á sér.

Við bjóðum einnig fyrirtækjum og stofnunum þjónustu þegar kemur að hönnun og uppsetningu mælaborða í Dynamics 365 CRM1.

Fyrir ítarlegri innsýn í CRM gögnin getum við útbúið skýrslur og Power BI mælaborð sem uppfærast sjálfkrafa með sjálfvirkum keyrslum (sync).

Við höfum reynslu af samþættingum milli Dynamics 365 og ólíkra upplýsingakerfa (vefþjónustur/API).

Við notumst við útgáfustjórnun sem er rekjanleg og skilvirk. Það felst m.a. í því að við skjölum útgáfur á lausnum og höldum utan um uppsetningu á þróunarumhverfi (development) fyrir séraðlaganir og prófanir áður en gefið er út á raunumhverfi (production).


Innleiðing og aðlögun

Uppsetning og stillingar á pósthólfum notenda í Dynamics 365. 

Samþætting pósthólfa fyrir Outlook notendur fyrirtækis/stofnunar (Dynamics 365 app fyrir Outlook).

Séraðlaganir og gagnaflutningur (export/import).


Samþættingar við önnur kerfi (dæmi)

ClickDimensions (fyrir fjöldapóstútsendingar eða markpóst).

Microsoft 365, þ.m.t. Microsoft Outlook (Exchange), Teams, Sharepoint og Onedrive.

Microsoft Power Automate tengingar við fjölda annarra kerfa þriðja aðila sem bjóða upp á slíka tengingu (Connector).


Ráðgjöf um leyfismál

Við veitum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um kaup á hagstæðustu hugbúnaðarleyfum fyrir viðkomandi, s.s. Microsoft Dynamics 365, Power BI og Power Automate notendaleyfi (user license).


Nánari upplýsingar

Hafir þú frekari spurningar varðandi þjónustu Stirna, hvað CRM er eða afhverju CRM gæti verið rétti hugbúnaðurinn fyrir þig og þitt fyrirtæki er þér velkomið að hafa samband við okkur hér.

  1. Lestu þig nánar til um hvað er CRM hér ↩︎