Hvað er CRM?
CRM skammstöfunin stendur fyrir customer relationship management og felur í sér umsjón viðskiptasambanda eða samskipta við viðskiptavini. CRM forrit eins og Microsoft Dynamics 365 CRM gerir þessa vinnu skilvirkari og áhrifaríkari með því að gera gögn, sem geyma upplýsingar um viðskiptavini og samskipti við þá, aðgengileg á miðlægu svæði.
Afhverju að nota CRM hugbúnað?
Upplýsingar um viðskiptavini skipta öll fyrirtæki, sem byggja afkomu sína á sölu á vörum og þjónustu, miklu máli. Með því að hafa þessar upplýsingar aðgengilegar á einum stað verða störf þeirra, sem sinna samskiptum við núverandi eða tilvonandi viðskiptavini, skilvirkari og betri. CRM hugbúnaður getur brotið niður síló sem eiga það til að myndast milli mismunandi deilda, s.s. markaðs- og söludeilda eða söludeildar og þjónustuvers, en einnig aukið gegnsæi og yfirsýn yfir verkefni og samskipti fyrir stjórnendur.
Hvers vegna Dynamics 365 CRM?
Microsoft Dynamics 365 CRM er alhliða CRM hugbúnaður sem hentar flestum fyrirtækjum af ólíkum stærðum og gerðum. Dynamics 365 er einfalt og þægilegt í notkun og notendur eru fljótir að læra inn á það. Uppsetning er fljótleg og geta fyrirtæki sem eiga lista yfir viðskiptavini og tengiliði (t.d. í Excel) tekið Dynamics 365 í notkun innan fárra vikna. Dynamics 365 er eitt vinsælasta CRM forrit í heimi sem þýðir að samhæfing við önnur forrit er mjög mikil í samanburði við önnur, minni CRM forrit.
Hentar Dynamics 365 CRM mínu fyrirtæki?
Til þess að ganga úr skugga um að Microsoft Dynamics 365 CRM sé rétti CRM hugbúnaðurinn fyrir þitt fyrirtæki er mikilvægt að kynna sér vel kosti og galla þess og bera saman við önnur sambærileg forrit. Stirna býður upp á fría kynningu fyrir fyrirtæki sem vilja kynna sér Dynamics 365. Út frá því getur þú gert upp hug þinn. Við hjálpum þér að taka upplýsta ákvörðun.
Er hægt að prófa Dynamics 365 CRM?
Já, það er hægt að prófa Microsoft Dynamics 365 CRM. Ef þú vilt getum við aðstoðað þig með það. Ef þú vilt prófa sjálfur þá getur þú hafið ókeypis prufuáskrift hér.
Hvað með kostnað?
Við hjá Stirna leggjum til að fá fría kynningu á Microsoft Dynamics 365 CRM áður en þú tekur ákvörðun um að fjárfesta í áskrift. Það er vegna þess að það eru ólíkar áskriftarleiðir og að mörgu að huga, t.d. þegar kemur að vali á milli ólikra Dynamics 365 forrita en þau eru ansi mörg. Á eftirfarandi síðu er hægt að sjá verðið á Dynamics 365 Sales en innan þess CRM hugbúnaðar eru mismunandi áskriftarleiðir.
Hvert er hlutverk Stirna?
Við hjá Stirna hjálpum þér í gegnum allt ferlið, frá ákvörðun um kaup á Dynamics 365 til innleiðingar og áframhaldandi þjónustu sé óskað eftir því. Óskaðu eftir frírri kynningu í dag.