Bættu viðskiptatengsl með snjöllum lausnum

Fáðu 360° yfirsýn og meiri árangur í viðskiptatengslum þíns fyrirtækis

Stirna hjálpar íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að nýta Microsoft Dynamics 365 CRM, Power Platform og gervigreind til að einfalda ferla, bæta þjónustu og ná markmiðum.

Óháð ráðgjöf, innleiðing og áframhaldandi stuðningur frá sérfræðingi í CRM og rafrænni stjórnsýslu.

Um Stirna

Stirna er óháð ráðgjafafyrirtæki í Reykjavík sem sérhæfir sig í Microsoft Dynamics 365 CRM, Power Apps og Power BI lausnum.

Stofnandi Stirna er Illugi Hjaltalín, Microsoft Certified Professional og doktorsnemi í rafrænni stjórnsýslu og hagnýtingu gervigreindar, með margra ára reynslu af CRM-innleiðingum, samþættingum og verkefnastýringu.

Kjarnaþjónustur:

  • Dynamics 365 CRM ráðgjöf, uppsetning og daglegur stuðningur
  • Power Platform lausnir (Power Apps, Power Automate, Power BI) fyrir sjálfvirkni og mælaborð
  • Sérfræðiþekking á opinberri stjórnsýslu, regluverki og breytingastjórnun

Yfirlit yfir þjónstu

CRM greining og stefna

Við skoðum núverandi ferla, gögn og tæknilausnir, og mótum með ykkur næstu skref í CRM – hvort sem það er uppfærsla, ný innleiðing eða einfaldar úrbætur.

  • Við veitum ráðgjöf um bestun viðskipta- og þjónustuferla og greinum hvar sjálfvirkni skilar mestum árangri í rekstri.
  • Við hönnum og setjum upp mælaborð í Dynamics 365 CRM, ásamt skýrslum og Power BI lausnum með sjálfvirkri uppfærslu.
  • Við innleiðum samþættingar við Dynamics 365 með vefþjónustum/API og tryggjum rekjanlega útgáfustjórnun, skjölun og örugga flutninga í raunumhverfi.
Innleiðing og aðlögun Dynamics 365 CRM

Uppsetning, séraðlögun og gagnaflutningur í (en einnig úr) Dynamics 365 CRM, þar á meðal tengingar við email innhólf notenda (Outlook samþætting) og sérsniðin ferli fyrir sölu, þjónustu eða mál/beiðnir.

Við vinnum í nánu samstarfi við teymið ykkar og notum Agile aðferðir til að skila virkri lausn í áföngum, ekki stórum „big bang” innleiðingum.

Mælaborð, sjálfvirkni og samþættingar

Hönnun Power BI mælaborða og sjálfvirkra skýrslna sem sýna helstu lykiltölur úr CRM og öðrum kerfum á einum stað.

Sjálfvirknivæðing ferla með Power Automate og samþætting við önnur kerfi (vefþjónustur/API), þannig að minna þarf að færa gögn handvirkt og færri hlutir falla á milli skips og bryggju.

Hafðu samband til að fá stutta greiningarfundi án skuldbindingar.

Hvað viðskiptavinir hafa að segja um Stirna

Stirna has been invaluable, Illugi Hjaltalin immediately wrapped his arms around the project and got to work with our project team. The collaboration and support was second to none. Stirna’s support lead to increased time to market and improved problem solving.

Mike Balm, CEO, Emergo Wealth

Bloggið

Bloggið okkar er á ensku (íslenskt blogg er þó væntanlegt). Skráðu þig á póstlistann til að fá nýja pistla senda í email innhólfið þitt.

Dynamics 365 CRM Solutions

A comprehensive guide to Microsoft Dynamics 365 Sales and Customer Service. What are the Different CRM Products and How Do They Differ? Dynamics 365 Sales Designed for sales teams to manage the entire sales lifecycle. It helps teams track leads, manage opportunities, forecast revenue, and close deals. Perfect for real estate agents managing property listings…

Jóla- og nýárskveðja

Stirna ráðgjöf býður viðskiptavinum sínum gleðilegrar hátíðar. Um leið þá þökkum við samstarfið á árinu sem er að líða. Við vonum að þau góðu samskipti sem við höfum átt við viðskiptavini og samstarfsaðila á árinu 2025 muni halda áfram að vaxa og dafna 2026. Gleðileg jól og farsælt nýtt ár. Kveðja, Starfsfólk Stirna ráðgjafar

Upplýsingar til að hafa samband

Langholtsvegur 21
Reykjavík, 104
Ísland