Bættu viðskiptatengsl með snjöllum lausnum

Fáðu 360° yfirsýn og meiri árangur í viðskiptatengslum þíns fyrirtækis

Stirna hjálpar íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að nýta Microsoft Dynamics 365 CRM, Power Platform og gervigreind til að einfalda ferla, bæta þjónustu og ná markmiðum.

Óháð ráðgjöf, innleiðing og áframhaldandi stuðningur frá sérfræðingi í CRM og rafrænni stjórnsýslu.

Um Stirna

Stirna er ráðgjafafyrirtæki á sviði stjórnunar upplýsingakerfa (management information systems). Stirna er Microsoft samstarfsaðili með aðsetur í Reykjavík. Stofnandi og framkvæmdastjóri Stirna* er Illugi Hjaltalín, sem er að leggja lokahönd á doktorsverkefni sitt í rafrænni stjórnsýslu og gervigreind við Háskólann í Reykjavík. Illugi fer fyrir ráðgjöf og verkefnastýringu á hugbúnaðarverkefnum Stirna með hagnýtingu og innleiðingu á stafrænni tækni að leiðarljósi.

Stirna býr að yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á sviði upplýsingakerfa og býður þjónustu sína til fyrirtækja og stofnana á Íslandi og erlendis. Stirna sérhæfir sig í Microsoft Dynamics 365 customer relationship management (CRM) og Power Apps viðskiptalausnum, innleiðingu, aðlögun og ráðgjöf handa fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi og erlendis.

*Heiti fyrirtækisins (Stirna) er sagnorð og skal ávallt ritað í nafnhætti (þó ritað með hástaf enda um sérnafn að ræða). Sjá nánar á vef Árnastofnunar.

Hvað viðskiptavinir hafa að segja um Stirna

Stirna has been invaluable, Illugi Hjaltalin immediately wrapped his arms around the project and got to work with our project team. The collaboration and support was second to none. Stirna’s support lead to increased time to market and improved problem solving.

Mike Balm, framkvæmdarstjóri Emergo Wealth

Yfirlit yfir þjónstu

Þjónusta Stirna
Ráðgjöf og þjónusta

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf varðandi bestun viðskipta- og þjónustuferla og hvar aukin sjálfvirkni á rétt á sér.

Við bjóðum einnig fyrirtækjum og stofnunum þjónustu þegar kemur að hönnun og uppsetningu mælaborða í Dynamics 365 CRM1.

Fyrir ítarlegri innsýn í CRM gögnin getum við útbúið skýrslur og Power BI mælaborð sem uppfærast sjálfkrafa með sjálfvirkum keyrslum (sync).

Við höfum reynslu af samþættingum milli Dynamics 365 og ólíkra upplýsingakerfa (vefþjónustur/API).

Við notumst við útgáfustjórnun sem er rekjanleg og skilvirk. Það felst m.a. í því að við skjölum útgáfur á lausnum og höldum utan um uppsetningu á þróunarumhverfi (development) fyrir séraðlaganir og prófanir áður en gefið er út á raunumhverfi (production).

Innleiðing og aðlögun

Uppsetning og stillingar á pósthólfum notenda í Dynamics 365. 

Samþætting pósthólfa fyrir Outlook notendur fyrirtækis/stofnunar (Dynamics 365 app fyrir Outlook).

Séraðlaganir og gagnaflutningur (export/import).

Samþættingar við önnur kerfi (dæmi)

ClickDimensions (fyrir fjöldapóstútsendingar eða markpóst).

Microsoft 365, þ.m.t. Microsoft Outlook (Exchange), Teams, Sharepoint og Onedrive.

Microsoft Power Automate tengingar við fjölda annarra kerfa þriðja aðila sem bjóða upp á slíka tengingu

Bloggið (á ensku)

GhatGPT and Microsoft

Earlier this year (Jan 2023), Microsoft announced its partnership with OpenAI concerning artificial intelligence (AI) development in the coming years. This announcement was particularly interesting because, just a few weeks earlier, OpenAI released ChatGPT3, which caught the world by surprise, to say the least. So what does this mean for Microsoft users, in particular those…